|
Ég geng í svefni, held ég. Ekki bara á nóttunni, heldur á daginn líka. Ég fór að sofa um tíu í fyrrakvöld og fyrir tíu í gærkveldi, og ég er enn þreytt!!! Hvað er MÁLIÐ!!!??? Ég var að drekka kapútsjínó, þannig að ég vona að það fari að rætast úr þessu. Hver er tilgangurinn með kaffi ef það gerir það ekki? Ég hitti Kvennófrænkuna á Kaffi Mokka, en Ernan þurfti að pass, þannig að hún komst ekki. Kvennófrænkan þurfti þó að fara snemma heim til að skrifa stúdentsritgerð (trúiði því...litla barnið mit er að verða stórt og útskrifast í vor, sniffsniff) svo ég fór bara með pabba í partý til fjarskylds frænda míns sem varð fertugur. Þegar ég kom inn þekkti ég engann, en um leið og ég byrjaði að klæða mig úr yfirhöfninni kom gamall vinnufélagi auga á mig og heilsaði mér. Síðan tók við spurningaflóð...hvernig finnst mér í MH...(hún staðhæfði að MH væri ömurlegur þegar hún frétti að ég ætlaði í hann) hvað ætla ég að gera svo...þið vitið, þetta gamla sem maður spyr fólk þegar maður veit ekki hvað maður á að segja við það. Svo hitti ég ömmu og frænkur mínar og pabbi kynnti mig fyrir frænkyu minni sem er einu ári eldri en í háskóla því hún var í menntó í Lúxemborg. Svo hitti ég foreldra MR-gaursins. FYNDIÐ!!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 10:54
|
|
|